fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBæjarstjórinn í Garðabæ vill loka Flóttamannavegi

Bæjarstjórinn í Garðabæ vill loka Flóttamannavegi

Flóttamannavegurinn, sem formlega heitir Elliðavatnsvegur, liggur frá Hafnarfirði, meðfram Vífilsstaðavatni og verður að Vatnsendavegi sem tengist Breiðholtsbraut ekki langt frá Rauðavatni. Áður lá vegurinn meðfram Elliðavatni en þar hefur risið mikil byggð sem vegurinn hlykkjast um.

Örlítill hluti vegarins eða um 500 metrar eru innan bæjarmarka Hafnarfjarðar.

Nú er svo komið að vegurinn er hluti af því sem kallast skilavegir, en það eru vegir sem skv. lögum eiga að yfirfærast frá Vegagerðinni til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa gert þá kröfu að þeim sé þá skilað í viðunandi horfi og hefur afhending þeirra frestast vegna þess.

Kaldárselsvegurinn er t.d. dæmi um slíkan veg í Hafnarfirði. Þá er

Vegagerðin malbikar

Á morgun er stefnt að því að malbika veginn á milli gatnamóta við Vífilsstaðaveg og golfvallar Odda fyrir hádegi og verður veginum lokað meðan á framkvæmdum stendur. Segir í tilkynningu á vef Garðabæjar að vegurinn verði opinn frá Kaldárselsvegi í Hafnarfirði að golfvelli.

Kaflinn sem verður malbikaður á morgun

Vill hindra umferð úr Hafnarfirði og Kópavogi

Nú stefnir allt í að Garðabær fái veginn afhentan strax á næsta ári og á íbúafundi í Garðabæ í síðustu viku kom fram hjá Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ að vilji væri til þess að loka veginum á móts við aðkomuna að golfvelli Odda, skammt austan Urriðakotsvatns.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri bendir á staðinn þar sem hann vill loka Flóttamannaveginum.

Sagðist bæjarstjóri vera í samningaviðræðum við Vegagerðina um afhendingu vegarins að því gefnu að ásættanlegur samningur næðist, m.a. rekstrarfé inn í framtíðina.

Benti hann á að Hafnfirðingar, Vegagerðin og fl. hafi sagt að þetta væri ofanbyggðavegur sem ætti að taka umferð frá Hafnarfirði, frá Reykjanesi, Kópavogi og víðar.

„Þessi vegur verður enginn ofanbyggðavegur, þetta er bæjarvegur þegar við erum búnn að fá hann,“ sagði Gunnar Einarsson bæjarstjóri á fundinum. „..svo við fáum ekki allan Kópavog og allan Hafnarfjörð þarna í gegn,” sagði bæjarstjóri.

Benti hann á að í skipulagsáformum skv. sk. umferðarsáttmála á höfuðborgarsvæðinu sé gengið út frá því að umferðin fari um Reykjanesbraut.

Sagðist hann ekki áfjáður í að fá Hafnfirðinga, frá nýja hverfinu í Skarðshlíð þarna í gegn og upplýsti hann að hann vildi að veginum yrði lokað vestan við innkeyrsluna að golfvellinum, eða hafa íbúakosningu um það.

Sagði hann að Garðabær hefði lokað götu á Prýðum (gamla Álftanesvegi) þar sem allur Norðurbærinn hafi farið í gegnum húsagötu. Benti þá fundarmaður á að þar með hefði verið lokað af heilt hverfi í Garðabæ.

Stefnt er að því að tengja nýja hverfið á Urriðaholti við Flóttamannveginn og sagðist Gunnar ekki vilja fá flæði úr Hafnarfirði og Kópavogi inn í hverfið.

Guli hringurinn sýnir hvar Garðbæingar vilja loka. Kort af map.is

Garðbæingar gera ráð fyrir tengingu Flóttamannavegar frá Hafnarfirði við Álftanesveg

Á aðalskipulagi Álftaness 2016-2030 er gert ráð fyrir að Flóttamannavegurinn tengist frá Hafnarfirði við Álftanesveg. Lægi hann þá frá Kaldárselsvegi, vestan við Urriðakotsvatn, meðfram bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, þar sem nú er golfvöllur og liggja milli Molduhrauns og Kaplakrikashverfisins og tengjast við Álftanesveg.

Úr gildandi aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.

Uppfært:

Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs sagði í samtali við Fjarðarfréttir að þetta væri í fyrsta sinn sem hann heyrði um þessa áætluðu lokun og sagði að fundað yrði um málið og framhaldið skoðað.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2