fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirBæjarstjórn samþykkti að fella út þynningarsvæði við álverið

Bæjarstjórn samþykkti að fella út þynningarsvæði við álverið

Í byrjun árs 2019 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir því að ReSource International ehf. umhverfisráðgjöf myndi gera mat á dreifingu loftmengunar fyrir starfsemi álvers Rio Tinto í Hafnarfirði, sem byggð er á nýjustu gögnum, fyrir hugsanlega endurskoðun á stærð þynningarsvæðis í kringum álverið. Áherslur skýrslunnar voru að áætla hver styrkur og dreifing mengunarefna hefur verið síðustu árin innan þessara tveggja svæða, en ekki utan þeirra. Langt er síðan umhverfismörk svæðanna voru ákvörðuð (1966 og 1997) og hefur mengunarvarnabúnaður álversins verið bættur umtalsvert síðan og hafa loftgæðastöðvar í nágrenni álversins sýnt fram á lágan styrk mengunarefna.

Í starfsleyfi umhverfisstofnunnar fyrir Rio Tinto á Íslandi, sem gildir til 28. október 2037 hefur þynningarsvæði fyrir brennisteinsdíoxíð og svifryk verið fellt úr gildi. Þar kemur einnig fram að lögð verði áhersla á vöktun mengunar ytra umhverfis og er rekstraraðila gert skylt að nota bestu aðgengilegu tækni (BAT) við mengunarvarnir. Einnig er skylt að starfrækja umhverfisstjórnunarkerfi og efla þarf umhverfisvöktun m.a. með nýrri loftgæðamælistöð sem staðsett yrði vestan við álverið.

Bráðabirgða þynningarvæðið er lóðrétt strikað í aðalskipulagi 2013-2025.

Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3. nóvember 2020 og bæjarstjórnar 11. nóvember 2020 var samþykkt á grundvelli skýrslu ReSource International ehf. að minnka bæði þynningar- og öryggissvæðið.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna þynningarsvæðis í Hellnahrauni dags. 25.11.2021.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2