Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkir að styrkja húsráðendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins að Austurgötu 36 í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Húsið er talið ónýtt af völdum veggjatítlna sem hreiðrað höfðu um sig í timburverki hússins.
Höfðu eigendur sótt um styrk til bæjarins en einnig hafa vinir þeirra hafið söfnun til styrktar þeim en engar bætur fást frá tryggingarfélagi þeirra né Viðlagasjóði.