Föstudagur, mars 28, 2025
target="_blank"
HeimFréttirBergur Fáfnir sigraði í landskeppni í efnafræði

Bergur Fáfnir sigraði í landskeppni í efnafræði

Flensborgarskólinn átti tvo þátttakendur í úrslitum Landskeppninnar í efnafræði árið 2025, sem fram fór á dögunum.

Þeir Daði Þór Friðriksson og Bergur Fáfnir Bjarnason stóðu sig einstaklega vel í almennu keppninni í febrúar og komust báðir áfram í úrslit.

Þar endaði Daði Þór í 10. sæti en Bergur Fáfnir gerði sér lítið fyrir og sigraði.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Flensborgarskólans sem skólinn á sigurvegara í Landskeppninni í efnafræði.

Þetta þýðir að Bergur Fáfnir verður í Ólympíuliði Íslands í efnafræði sem æfir stíft í júní og júlí fyrir keppnir sumarsins.

Liðið mun fyrst taka þátt í Norrænu Ólympíukeppninni í efnafræði sem fram fer í Gautaborg og heldur síðan til Dubai til að taka þátt í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni. Báðar keppnirnar fara fram í júlí.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2