fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBíða spennt eftir að hraunið renni yfir skurðinn

Bíða spennt eftir að hraunið renni yfir skurðinn

Grafinn hefur verið skurður í mynni Nátthaga í nágrenni við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli  og í hann lagðar lagnir, rör og ýmsar tegundir af einangrunar- eða fylliefnum.

Landsnet fékk afnot af öðrum enda skurðsins og í hann var settur strengsandur og hann þjappaður eftir kúnstarinnar reglum. Hitamælar voru settir í skurðinn og fyllt upp í skurðinn. Svo bíður starfsfólk Landsnets spennt og vonast til þess að hraunið renni yfir skurðinn.

„Heppnist þessi tilraun vonumst við til þess að eignast mæliniðurstöður sem telja má einstakar á heimsvísu og verða mjög mikilvægt innlegg í vitneskju um áhrif hraunflæðis á jarðstrengi og aðra innviði sem grafnir eru í jörðu,” segir í tilkynningu frá Landsneti.

Verkefnið snýst um að freista þess að mæla áhrif hraunrennslis á lagnir í jörðu en hraunrennsli hefur m.a. verið notað sem rök gegn því að leggja Suðurnesjalínu 2 í jörðu en nú ætti að fást vitneskja um það hvort hraunrennsli hafi neikvæð áhrif á jarðstrengi.

Hitamælum er komið fyrir í skurðinum

Aðilar sem koma að þessu verkefni eru Almannavarnir, Jarðvísindastofnun HÍ, Veðurstofa Íslands, Landsvirkjun, Neyðarlínan, Verkís, Efla, Míla, Gagnaveitan, Tensor, Rafholt o.fl.

Myndir: Landsnet

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2