fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirBilun í hitaveituæð veldur heitavatnsleysi í hluta bæjarins

Bilun í hitaveituæð veldur heitavatnsleysi í hluta bæjarins

Heitavatnslaust hefur verið í hluta Hafnafjarðar frá því fyrir kl. 15 í dag og búist er við að bilunin vari fram á kvöld.

Vatni er dælt upp úr brunni á mótum Hjallahrauns og Fjarðarhrauns og heitt vatn kemur upp úr grasinu við gatnamót Grenibergs og Hamrabergs skv. upplýsingum íbúa í Setbergi.

Víða um bæinn er kvartað undan lágum vatnsþrýstingi og vatnsleysi.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Uppfært kl. 20:23:

Skv. upplýsingum frá Veitum er búist við að vatn verði aftur komið á um kl. 22 í kvöld.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2