fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBjarkarstelpurnar fengu bikarinn eftir 18 ára bið

Bjarkarstelpurnar fengu bikarinn eftir 18 ára bið

Bikarmót Fimleikasambands Íslands í áhaldafimleikum var haldið í Hafnarfirði um helgina. Þar bar helst til tíðinda að Björk sigraði í frjálsum æfingum kvenna eftir harði keppni við Ármann og Gerplu.

Þetta var fyrsti bikarmeistaratitillinn í efsta flokki í átján ár en félagið varð síðast bikarmeistari árið 1999 og hafði þá unnið titilinn í níu ár samfleitt.

Björk sendi, eitt félaga, tvö lið til keppni. Björk 1 sem varð bikarmeistari og Björk 2 sem hafnaði í 5. sæti.

Bikarmeistarar Bjarkar 2017

Í sigurliðunu voru þær Andrea Ingibjörg Orradóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Vigdís Pálmadóttir.

Lið 2 skipuðu þær Embla Guðmundsdóttir, Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Guðný Björk Stefánsdóttir, Karólína Lýðsdóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir.

Lokastaðan varð þessi:

  1. Björk 1: 144.300 stig
  2. Gerpla:  142.300 stig
  3. Ármann: 140.500 stig
  4. Fylkir: 136.450 stig
  5. Björk 2: 127.000 stig
  6. Keflavík: 80.300 stig

 

Strákarnir fengu brons

Björk átti lið í frjálsum æfingum karla og 3. þrepi drengja en þetta er annað árið í sögu félagsins sem Björk teflir fram karlaliði í frjálsum æfingum.

Liðið í frjálsum æfingum skipuðu þeir Stefán Ingvarsson, Breki Snorrason, Orri Geir Andrésson, Aron Axelsson og Jóhannes Níels Sigurðsson lið Björk. Þeir 3 fyrstnefndu skipuðu lið Björk í fyrra en Aron gekk til liðs við Björk í janúar og Jóhannes Níels er einn af þjálfurum félagsins en hann klæddist fimleikabolnum á ný eftir tæplega 20 ár hlé.

Þrátt fyrir flotta takta náðu strákarnir ekki að bæta árangurinn frá því í fyrra og bronsið því aftur þeirra.

Lokastaðan:

  1. Gerpla 1: 216.350 stig
  2. Gerpla 2: 195.700 stig
  3. Björk: 185.150 stig

Bikarmeistarar í 3. þrepi

Í 3. þrepi varð Björk hinsvegar bikarmeistari með töluverðum yfirburðum og unnu þeir titilinn verðskuldað.

Liðið skipuðu þeir Vigfús Haukur Hauksson, Ágúst Blær Markússon, Einar Dagur Blandon, Óskar Ísak Guðjónsson og Steindór Máni Auðunsson.

Lokastaðan:

  1. Björk: 315.500 stig
  2. Gerpla: 253.050 stig

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2