fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBjarni og Ingvar þjálfa meistaraflokk kvenna í körfubolta hjá Haukum

Bjarni og Ingvar þjálfa meistaraflokk kvenna í körfubolta hjá Haukum

Bjarni Magnússon verður aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Haukum og Ingvar Guðjónsson verður honum til aðstoðar. Haukar gengu frá samningum við þá 22. apríl sl. og nær samningur þeirra til næstu tveggja tímabila.

Bjarni og Ingvar þekkja vel til á Ásvöllum en báðir hafa þeir þjálfað liðið áður. Bjarni stýrði liðinu frá 2011 til 2014 og varð liðið bikarmeistari árið 2014 og lék til úrslita tímabilin 2011-2012 og 2013-2014. Hann var einnig aðstoðarþjálfari liðsins í vetur. Ingvar var þjálfari liðsins frá 2015 til 2018 og stýrði liðinu m.a. til Íslandsmeistaratitils vorið 2018. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem þeir þjálfa saman mfl. kvenna. Ingvar var aðstoðarþjálfari hjá Bjarna og Bjarni svo aðstoðarþjálfari hjá Ingvari.

Bjarni var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna s.l. vetur en nú verður hann eingöngu með kvennaliðið. „Ég var á báðum vígstöðvum síðasta vetur en það var ljóst að þegar ég tók að mér aðalþjálfara starf mfl. kvenna þá gat ég ekki verið með karlaliðinu. Ég er mjög stoltur að taka við þessu liði. Ég þekki þær mjög vel og spenntur að hefja undirbúning sem fyrst.“

Ingvar er búinn að þjálfa yngri flokka hjá Njarðvík síðustu tvö tímabil en ásamt því að vera aðstoðarþjálfari mfl. kvenna stýrir hann stúlknaflokki næsta vetur. „Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur til Hauka. Við erum með flottan hóp og það er mikil tilhlökkun að geta hafið æfingar.“

Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, hafði þetta að segja um ráðningu þeirra Bjarna og Ingvars. „Það er mikil ánægja hjá félaginu að fá Bjarna og Ingvar til að stýra liðinu næsta vetur. Við væntum mikils af þeirra starfi. Þeir þekkja vel til á Ásvöllum og hafa starfað saman áður og erum við spennt að fylgjast með liðinu næsta vetur.“

Mynd: F.v. Ingvar Guðjónsson, Bjarni Magnússon og Bragi Magnússon.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2