TF-Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við björgunaræfingar við Árna Sæmundsson, skip Hafrannsóknarstofnunar strax eftir hádegi í dag en skipið lá við bryggju framan við húsnæði stofnunarinnar í Fornubúðum.
Vakti æfingin mikla athygli þó margir hafi ekki vitað hvað væri í gangi en hávaðinn í þyrlunni heyrðist vel víða um bæinn m.a. mjög greinilega við Bæjarhraunið.

Það voru þó ekki starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sem tóku þátt í æfingunni, heldur voru þetta starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem var þarna við æfingu sem tók þó nokkurn tíma enda fengu margir að prófa að vera hífðir upp í þyrlu og látnir síga niður aftur.
