Á föstudaginn í síðustu viku í sunnan blæ og fimmtán stiga hita gengu 77 þátttakendur til leiks í hinu árlega golfmóti Hauka á iðagrænum Hvaleyrarvelli. Mótið var hið 28. en það var fyrst haldið 1989.
Björn Þorfinnsson sigraði í punktakeppninni og hlaut hinn eftirsótta Rauða jakka.

Sigurður Aðalsteinsson var sigursæll, sigraði í höggleik án forgjafar og fékk Haukakönnuna en hann varð einnig Öldungameistari Hauka og fékk farandgrip í minningu Ólafs H. Ólafssonar.
