fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBláfjallavegi lokað endanlega á Hafnfirðinga á morgun

Bláfjallavegi lokað endanlega á Hafnfirðinga á morgun

Stærsti hluti vegarins er innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar

Á morgun klukkan 15 verður Bláfjallavegi frá hellinum Leiðarenda að Bláfjallaleið lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða. Þó eru takmörkuð landfræðileg rök fyrir því að honum verði lokað við Leiðarenda, frekar en t.d. við Selvogsgötu, önnur en þau að þar eigi áfram að geta þrifist ferðaþjónusta.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að lítil umferð sé um þennan veghluta án þess þó að gefa upp neinar aksturstölur.

Þarna verður lokað við Bláfjallaleið á morgun.

Vegurinn hefur ekki verið þjónustaður yfir vetrarmánuðina og hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði engan áhuga sýnt á að bæta aðgengi að upplandinu eða að skíðasvæðinu í Bláfjöllum.

Ekki verður hægt að aka að björgunarskýlinu við Selvogsgötuna eftir lokun. – Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Þá segir að víða séu brattir vegfláar og því hætta á að bílar velti með tilheyrandi hættu á olíumengun. Talið sé mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inní áður en hugsanlegt óhapp verður en Bláfjallavegur liggur að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.

Hafnfirðingar munu því þurfa að aka lengri leið um Garðbæ, Kópavog og Reykjavík til að komast í Bláfjöllin sem að hluta liggja innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar.

Horft að Bláfjöllum í síðustu viku frá Bláfjallavegi sem nú verður lokað.

Tengdar færslur

Bæjarráð Hafnarfjarðar fellst á að loka Bláfjallavegi

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2