fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBoða breytingar á grenndargámum - Ný sorpílát við heimili í maí

Boða breytingar á grenndargámum – Ný sorpílát við heimili í maí

Ekki lengur talin þörf á að safna þar pappír og plasti á öllum grenndarstöðvum

Með nýrri flokkun við heimilin í Hafnarfirði þarf að endurskoða grenndargámakerfið.

Í minnisblaði sem lagt var fram í umhverfis- og fram­kvæmdaráði 22. febrúar sl. kemur fram að í dag séu grenndargámar á 6 stöðum, allir sem safna plasti, pappír og gleri. Með nýju kerfi við heimilin sé reiknað með að grenndargámar verði aðgengi­legir íbúakjörnum í u.þ.b. 500-1.000 m radíus. Þessu er náð nema helst í Áslandi, Skarðshlíðinni, á Völlum 6 og Holtinu.

Á grenndarstöðum þarf núna skv. lögum að safna málmum, gleri og textíl. Allt sem má ekki lengur fara í ílátin heima við.

Í minnisblaðinu er sagt að ekki verði lengur nauðsynlegt að safna pappír og plasti á öllum grenndarstöðum líka, öll heimilin fái þetta hirt við húsvegg. Er talið að það séu þá líklega fyrirtækin sem eru að nýta þessa flokka mest en borgi ekki sorphirðugjald.

 

Grenndarstöðvar – 500 m radíus
Grenndarstöðvar – 1.000 m radíus

Tillaga samræmingarhóps (sem ekki er getið í fundargögnum) gerir tillögu að því að vera ekki með plast- og pappasöfnun á öllum stöðum. „Hins vegar mætti vera á einhverjum stöðum grenndarstöð sem er með alla flokkana.“

Sorpa hefur umsjón með rekstri grenndargámakerfisins á höfuðborgar­svæðinu fyrir sveitarfélögin. Núna er komið að útboði fyrir gámana og hirðu og er verið að vinna að því. Núverandi samningur rennur út í ársbyrjun 2024. Öll sveitarfélög þurfa því að vera búin að ákveða breytingar svo hægt sé að fara í útboðið fyrir mars 2023.

Lagt er til eftirfarandi:

  • Bæta við stöðvum í Áslandi 3 og Skarðshlíð
  • Finna nýja staðsetningu fyrir stöð á Holtinu
  • Setja gáma fyrir málma, gler og textíl á alla staði,
  • Setja gáma fyrir pappa og plast við Tjarnarvelli, Sólvang og Miðvang.

Ný sorpflokkun við heimili í maí

Stefnt er að því að dreifing á nýjum sorpílátum til heimila hefjist 2. maí nk. og taki um átta vikur að skipta út í öllum bænum.

  • Fjórir sorpflokkar, safnað við heimili
    • Lífrænt – Blandað – Pappír – Plast
    • Uppleggið er ca 120 lítrar í hvern flokk
    • Í samræmi við verðandi lögum
Lagt er til að öll ílát, ker og djúpgámar verða merkt með merkingum í samræmi við reglur Fenúr (Fagráðs um endurnýtingu og úrgang) sem hefur þýtt og staðfært nýtt og samræmt norrænt merkingakerfi fyrir úrgang.

Nýjar tegundir tunna

  • Öll sérbýli fá afhentar tvær nýjar 240 lítra tvískiptar tunnur
    • Gömlu tunnurnar teknar nema íbúar óski sérstaklega eftir að halda
      þeim
    • Íbúar geta óskað eftir fleiri tunnum gegn gjaldi (þurfa kaupa tunnuna en
      aukagjald er fyrir þjónustuna, eins og í dag)
  • Kör 660 lítra endurnotuð og endurskipulögð við fjölbýlin
    • Fjölbýlum afhent 240 lítra tunna fyrir lífrænt
  • Lífrænt og blandað í einni – pappír og plast í hinni
    • Bærinn útvegar sérstaka bréfpoka fyrir lífrænan úrgang til allra í
      upphafi verkefnis
  • Djúpgámar
    • Tvískiptir gámar eða sér gámur fyrir hvern flokk
    • Ath pokagáma við Norðurbakka – Þarf að leysa

„Borgað þegar hent er“*

  • Setja örmerki á allar tunnur
  • Krafa um vigt á sorphirðubílana
  • * Í samræmi við verðandi lög 1. janúar 2023. Áætlað er að það taki gildi 1. janúar 2024 með viðeigandi breytingum á sorphirðugjöldum.

Losunartíðni íláta

  • 2 vikna tíðni á báðum ílátum

Eign íláta

  • Bærin afhendir íbúum nýju ílátin
    • Sérbýlin fá 2×240 lítra tvískipt
    • Fjölbýlin fá X magn hefðbundna 240 lítra
    • Þarf að skoða nánar með núverandi djúpgáma
  • Íbúar eiga ílátin og djúpgámana

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögur starfshóps um samræmda sorpflokkun

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2