Bókasafn Hafnarfjarðar verður opið samkvæmt ætlun á meðan á samkomubanni stendur.
Starfið verður örlítið öðruvísi, en engir viðburðir eða klúbbastarf verða í boði og ekki verður boðið upp á hið vanalega morgunkaffi.
Afgreiðsla verður aðlöguð að tveggja-metra-reglunni, og allt starfsfólk mun sinna reglulegri sótthreinsun og þrifum, auk þess sem að safnkostur verður reglulega sótthreinsaður og eins tekinn í gegn fyrir hvert útlán og hver skil.