fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBörnin spyrja „Af hverju að byggja fyrir framan skólann okkar?“

Börnin spyrja „Af hverju að byggja fyrir framan skólann okkar?“

„Við erum viss um að Skátarnir vilja þetta ekki“

Nemendur í Grunnskóla Hjallastefnunnar skrifuðu póst til bæjarstjórans í Hafnarfirði Rósu Guðbjartsdóttu og mótmæltu nýbyggingum við Hjallabraut.

„Við spyrjum. Af hverju leyfðir þú að byggja fyrir framan skólann okkar?

Ef þetta er stór bygging þá mun hún taka alla sólina frá okkur. Við erum að nota trén fyrir framan skólann sem leikvöll og sólin mun ekki ná að skína á okkur og þá munu trén líka eyðileggjast. Við viljum hafa trén því við erum að skrifa um þau í náttúrudagbókina okkar og tré búa til súrefni fyrir okkur.

Við erum viss um að Skátarnir vilja þetta ekki. Við fáum oft að hlaupa hringinn í kringum trén ef okkur vantar pásu og viljum miklu frekar hlaupa kringum trén en einhverja gröfu eða hús. Við munum frekar eyða heilum degi í helgarfríinu í að mótmæla en að fá að sjá þessi hús sem eyðileggja allt sem er skemmtilegt við þennan skóla.“

Voru nemendurnir með mótmæli í hádeginu sl. föstudag.

Mikil andstaða hefur verið við þessi byggingaráform og ekki síst að aðkoma að byggingunum sé í gegnum bílastæðin við skátaheimilið en ekki hefur verið hlustað á harðorð mótmæli Skátafélagsins Hraunbúa sem send voru 12. janúar 2020. Engin viðbrögð bárust við því bréfi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2