fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBræðralag - Stórtónleikar hafnfirskra nemenda með bræðrunum Friðrik Dór og Jóni Jónssyni

Bræðralag – Stórtónleikar hafnfirskra nemenda með bræðrunum Friðrik Dór og Jóni Jónssyni

Tónleikar 22. apríl í Íþróttahúsinu við Strandgötu á Björtum dögum

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór

Miklu verður tjaldað til á stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 22. apríl nk. Nefnast tónleikarnir Bræðralag en þar koma fram bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson ásamt um 140 nemendum úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Lækjarskóla, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólas, rythmaband, danshópur og unglingakór.

Á haustmánuðum kom upp sú hugmynd hjá tónlistarskólanum að fara í samstarf við kór hjá einum af grunnskólum bæjarins og varð Lækjarskóli fyrir valinu að þessu sinni. Haft var samband við þá bræður sem báðir eru fyrrum nemendur við tónlistarskólann og tóku þeir vel í samstarf. Voru þá valin þau lög sem flutt verða og þrír af kennurum skólans þau Stefán Ómar Jakobsson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Helga Björg Arnardóttir útsettu lögin á sinn hátt.

Sinfoníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Frá Tónlistarskólanum koma: Rytmaband úr Tónkvísl  sem samanstendur af píanóleikara, rafgítarleikara, rafbassaleikar og trommuleikara sem spilar allan tímann og með þeim trompetleikari, altsaxófónleikari, tenórleikari og básúnuleikari. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólans, Lúðrasveit og forskóli 2 koma fram og einnig aðrir hljóðfæranemendur þar sem á vantar. Til þess að styrkja strengina var leitað til Tónlistarsskóla Garðabæjar og koma nokkrir strengjaleikarar þaðan.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Frá Lækjarskóla koma: Unglingakór Lækjarskóla og danshópur.

Unglingakór Lækjarskóla

Stífar æfingar

Í byrjun mars voru flestar nótur komnar í hús og fyrsta æfing var 8. mars hjá hljóðfæraleikurum og var ótrúlegt hversu vel gekk. Á miðvikudag í síðustu viku bættist kórinn í hópinn og var þá farið í gegnum öll lögin. Hljóðfærahóparnir hittast svo og stilla saman strengi og blástur á næstunni.

Frá æfingu fyrir tónleikana

Eftir páska verða síðan aðalæfingarnar þegar forskólinn bætist í hópinn þriðjudag eftir páska og síðasta vetrardag. Föstudaginn 21. apríl verður svo allt að vera klárt til þess að fara á æfingu með öllum sem að verkefninu koma í Íþróttahúsinu.

Er það von þeirra sem að þessu standa að þetta verði lyftistöng fyrir tónlistarstarfið í Hafnarfirði og aukið samstarf við skóla bæjarins.

Tónleikarnir verða hluti af menningarhátíðinni Björtum dögum.

Tónleikarnir verða laugardaginn 22. apríl kl. 14 og 16.

Miðaverð er kr. 2.500 fyrir 13 ára og eldri og 1.500 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Miðasala er á tix.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2