fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBreytt leiðarkerfi Strætó tekur gildi á sunnudaginn

Breytt leiðarkerfi Strætó tekur gildi á sunnudaginn

Breytt leiðarkerfi Strætó tekur gildi á sunnudaginn

Faghópur um leiðakerfismál var skipaður af stjórn Strætó í febrúar 2019 sem síðan skilaði hug­myndum að nýju leiðaneti til stjórnar Strætó. Var einnig leitað til almennings sem voru hvattir til að skila inn tillögum.

Markmiðið var laga Strætó að breyttu skipulagi og innleiða nýjar áherslur þar sem örari tíðni og styttri ferðatími verður í forgrunni. Við hönnun almenna leiðanetsins er hugsunin sú að tengja hverfi höfuð­borgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu.

Þekjandi kerfi

Núverandi leiðarkerfi sem fellur brátt úr gildi

Núverandi leiðanet Strætó er að miklu leyti skipulagt sem „þekjandi kerfi“.  Algengt er að vagnar leggi lykkju á leið sína til þess að ná viðkomu í sem flestum hverfum höfuð­borgar­svæð­isins. Með slíku fyrirkomulagi dreif­ist þjónustan yfir stærra landsvæði, ferðatími eykst, tíðni minnkar og farþegar eru ekki eins margir. Í slíku kerfi er þó yfirleitt stutt í næstu biðstöð.

Í nýju leiðaneti og Borgarlínu verður þyngri áhersla lögð á „þátttökukerfi“. Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega.  Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð. Þetta mun sumir íbúar Setbergs finna fyrir en framvegis fer strætisvagn ekki allan Hlíðarbergshringinn heldur aðeins frá hringtorginu við Staðarberg og síðan ekur vagninn upp Klettahlíðina.

Helstu breytingar

Nýtt leiðarkerfi sem tekur gildi 14. júní

Leið 19 

Leið 19 mun aka frá Kaplakrika, um Hjallabraut, Setberg, Ásabraut, til Ásvallalaugar og til baka. Leiðin ekur skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma. Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér.

Leið 21

Leið 21 lengist og mun aka milli Mjóddar og Miklaholts í stað þess að aka á milli Mjóddar og Fjarðar. Leiðin mun áfram aka á 30 mínútna fresti allan daginn. Tengingar við leiðir 1, 19 og 55 verða í Firði.

Tímatöflu leiðarinnar má nálgast hér.

Hér fyrir neðan má finna leiðakort af Hafnarfirði eftir að breytingin tekur gildi.

  • Með breytingunni verður ekið skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma.
  • Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði.
  • Leið 19 og lengd leið 21 leysa leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 af hólmi.
  • Í stað þess að aka milli Fjarðar og Mjóddar verður ekið á milli Háholts og Mjóddar.
  • Strætó mun ekki lengur aka um Herjólfsgötu og að Hrafnistu.
  • Strætó mun ekki lengur aka um Bæjarhraun
  • Strætó mun ekki aka um Hamraberg
  • Strætó mun ekki aka um Hjallahraun og Helluhraun
  • Strætó mun nú aka um Hlíðarberg og Klettahlíð og tengist Áslandi um Kaldárselsveg og Ásbraut.
  • Strætó mun nú aka Hvaleyrarbrautina og Háholtið en mun ekki lengur aka um Suðurbraut.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2