Halldór Halldórsson sér, eins og margir, það spaugilega í lífinu. Hann gerir gott betur og setur það spaugilega í ljóðrænt form.
Hann yrkir hér í tilefni af frétt um tvær nýjar ljósbláar brýr yfir Reykjanesbraut. Auðvitað hlaut brúin að verða blá; hvað annað?
Eins og munu allir sjá,
með ofurstál í bitum;
Íhalds- verður brúin blá
í bæjarstjórnarlitum!