Við brautskráningu í Flensborg, 21. desember sl. var veittur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Í ár var það Bryndís Skarphéðinsdóttir sem hlaut styrk að upphæð 400.000 kr.
Bryndís lauk stúdentsprófi frá Flensborg 2010 og hefur síðan m.a. stundað nám í alþjóðlegum heilsufræðum, sem snýr að heilsueflingu og fyrirbyggingu sjúkdóma á alþjóðlegum vettfangi og verið í starfi hjá UN-Women. Hún stefnir á nám í þróunarfræðum þar sem lögð er áhersla á þróunarmál og hvernig sé hægt að vinna með fyrirtækjum til að stuðla að stefnumótun fyrir sjálfbæra þróun. Móðir hennar tók við styrknum fyrir hennar hönd þar sem hún var stödd í Suður Ameríku vegna starfa sinna.
Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar úthlutaði styrkjum fyrst árið 1992 og er þetta í 26. sinn sem úthlutað er. Nemendur sem hafa útskrifast frá Flensborg geta sótt um styrk og má ætla að um eða yfir sextán milljónum hafi verið úthlutað á uppreiknuðu verði.
Sjá nánar um sjóðinn hér.