fbpx
Sunnudagur, desember 22, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífBúa til nef og fingur og ótrúlega margt meira

Búa til nef og fingur og ótrúlega margt meira

Hafnfirska fyrirtækið Stoð 35 ára

Hafnfirska fyrirtækið Stoð hf. fagnaði 35 ára afmæli sínu í dag með opnu húsi að Trönuhrauni 8. Þar gátu gestir skoðað fjölbreytta starfsemi fyrirtækisins sem hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda.

Einar M. Jóhannsson með gervihendi með rafknúið grip.
Rafmagnshjólastóll er meira en farartæki og má hækka og setja notandann í standandi stöðu.

Við fyrstu sýn virðist fyrirtækið aðallega selja hjólastóla og slíkar vörur auk þess sem spelkur, innlegg og aðrar smávörur eru áberandi.

En þegar fyrirtækið er skoðað kemur ýmislegt fleira í ljós og í raun ótrúlegt hvað þetta 30 manna fyrirtæki er með fjölbreytta framleiðslu. Þarna vinna stoðtækjafræðingar, stoðtækjasmiðir, bæklunarskósmiðir, íþróttafræðingur, sjúkraliði, bólstrari, vélfræðingur og fleiri við að þjónusta fólk með einhvers konar fötlun.

Þarna eru sérútbúnir hjólastólar og aðlagaðir að þörfum hvers og eins, smíðaðir gervifætur og hendur, útbúnir sílikonfingur, hendur og jafnvel nef, og þar má fá sérsmíðaða skó, gervibrjóst, hárkollur og fleira. Þá eru seld smáhjálpartæki til notkunar í daglegu amstri s.s. borðbúnaður, hnepparar, krukkuopnarar, griptangir og margt fleira.

Tölvustýrður þrívíddar fræs.

Tækjakosturinn er mikill, allt frá fótstiginni skósaumavél upp í tölvustýrðan þrívíddar fræsara. Öllu er haganlega fyrir komið í húsnæði sem í raun er fyrir löngu búið að sprengja allt utan af sér að sögn Einars M. Jóhannssonar vélfræðings sem leiddi blaðamann Fjarðarfrétta um fyrirtækið.

Ólafur Helgi Guðmundsson stoðtækjasmiður
Tölvustýrður þrívíddar fræs.
Einar M. Jóhannsson við ýmsa „líkamshluta“ úr sílikoni.

Tæki til skósmíða
Elsta tækið er þessi Singer fótstigna skósaumavél sem er enn í notkun.
Eftir opna húsið gerði starfsfólk og fleiri sér glaðan dag undin breyttu merki.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2