Föstudagur, mars 28, 2025
target="_blank"
HeimFréttirCarbfix dregur í land í Hafnarfirði

Carbfix dregur í land í Hafnarfirði

Í tilkynningu Carbix í gær segir að ekki hafi náðst samhljómur milli fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um framgang uppbyggingar í Hafnarfirði.

Mikil andstaða hefur verið meðal hóps íbúa í Hafnarfirði með áform um niðurdælingu nálægt byggð og fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa undanfarna daga lagst gegn verkefninu.

Carbfix hefur ákveðið að færa áherslur í loftslagsverkefnum sínum yfir á innlenda stóriðju í samræmi við samstarfssamninga við bæði Elkem á Grundartanga og Rio Tinto í Straumsvík, og þróa áfram möguleg verkefni í Þorlákshöfn og á Bakka við Húsavík.

„Ákvörðun er tekin þar sem ekki náðist nægilega góður samstarfsgrundvöllur fyrir verkefnið með Hafnarfjarðarbæ sem og tafir sem hafa haft áhrif á tímalínur okkar og okkar samstarfsaðila. Verkefnið í Straumsvík var fyrsta sinnar tegundar og í nýsköpun gerist það iðulega að verkefni eru aðlöguð og þróuð áfram á öðrum forsendum, við í Carbfix þekkjum það mjög vel og fyrir liggja spennandi hugmyndir að verkefnum í Ölfusi og Norðurþingi. Þar bíða gríðarleg tækifæri fyrir þau svæði og Ísland almennt í að byggja upp nýjan iðnað með áherslu á loftslagsmál og ný tæknistörf. Við tökum með okkur lærdóm frá þessu verkefni og höldum ótrauð áfram. Markmið Carbfix er áfram að útvíkka starfsemi sína og vera hluti af lausninni,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.

Aukin áhersla verður sett á samstarf um bindingu gróðurhúsalofttegunda með Elkem á Íslandi og Þróunarfélags Grundartanga sem var undirritað síðasta vetur og verður rannsóknarhola boruð þar næsta sumar. Þá verður áfram unnið eftir samkomulagi við álverið í Straumsvík um að fanga og binda frá þeim CO2.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2