fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirCOVID-19 veikin skilgreind sem heimsfaraldur

COVID-19 veikin skilgreind sem heimsfaraldur

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hefur nú síðdegis skil­greint út­breiðslu COVID-19 sjúk­dóms­ins sem heims­far­ald­ur.

Á stöðufundi um faraldurinn í dag kom fram að unnið væri hörðum höndum að því að miðla upplýsingum og ráðleggingum til almennings, stofnana og fyrirtækja. Allar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Embættis landlæknis og Ríkislögreglustjóra almannavarnadeild.

Síðastliðinn sólarhring hafa greinst tuttugu ný smit, þar af eru fjögur innanlandssmit. Heildarfjöldi smitaðra er því 90 talsins, þar af 20 innanlandssmit. Uppruni allra smita má rekja til Norður-Ítalíu og skíðasvæða í Ölpunum. Áhersla er lögð á að greina snemma og að einstaklingar fari í sóttkví sem fyrst þegar við á og í einangrun ef þeir eru smitaðir.

Nú er unnið að því að ganga frá samningi milli smit- og veirufræðideildar Landspítala og Decode svo hægt verði að hefja skimun fyrir COVID 19 í íslensku samfélagi. Stefnt er að því að hefja skimunina sem fyrst.

  • Menntamálaráðuneytið hefur birt upplýsingar á vef um hvaða áhrif neyðarstig almannavarna hefur á skólastarf í landinu.
  • Einnig hafa verið birtar á vef landlæknis leiðbeiningar vegna COVID-19 og mannamóta. Þar kemur fram að ekkert samkomubann er í gildi en mikilvægt er fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum.

Einn einstaklingur hefur verið lagður inn á spítala og er hann sá þriðji sem hefur verið lagður inn. Flestir eru þó með lítil eða engin einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að mikilvægt sé að greina snemma og að nota sóttkví til að hefta útbreiðslu eins og mögulegt er til að dreifa álaginu á heilbrigðiskerfið. Markmiðið er vernda viðkvæma eldri borgara og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.

Útvíkkuð leit

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur upplýst að búið sé að útvíkka leit að smituðum og því muni sýnatökur vegna kórónuveirunnar ná til fleiri en áður. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700.

Einkenni COVID-19 veikinnar

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. COVID-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.–8. degi veikinda.

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 til að fá nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2