fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirDæla á vatni í Hvaleyrarvatn

Dæla á vatni í Hvaleyrarvatn

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar mættu í morgun við Hvaleyrarvatn með tæki og tól og hófu undirbúning að nýrri vatnslögn út í Hvaleyrarvatn.

Að beiðni bæjarstjóra er ætlunin að hækka vatnsstöðu Hvaleyrarvatns með því að dæla vatni út í það. Þetta hefur áður verið gert en ekki verður notuð sama vatnsleiðsla að þessu sinni.

Við Hvaleyrarvatn í morgun. – Ljósm.: Ómar Smári Ármannsson.

Litlar skýringar hafa fundist á lágri vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni en vatnsstaðan sveiflast ávallt nokkuð en sjaldan eins mikið og núna. Líklegt er að vatnsstaðan fylgi að nokkru vatnsstöðu í Kaldánni en að öðru leyti er lítið vitað með vissu um ástæðu þessarar breytilegu vatnsstöðu. Ekkert aðrennsli eða frárennsli er í Hvaleyrarvatn.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2