fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirDanir kynna nýtt einfaldara próf við COVID-19

Danir kynna nýtt einfaldara próf við COVID-19

Verður gert aðgengilegt öllum rannsóknarstofum

Statens Serum Institut (SSI) í Danmörku hefur þróað einfalda og fljótlega leið til að greina SARS-CoV-2 vírusinn sem veldur COVID-19 veikinni og ætlað er að vera viðbót við þá aðferð sem nú er notuð en mikill skortur hefur verið á prófunarbúnaði.

Almennt er vilji til að prófa mun fleiri en hingað til hefur verið gert og margar þjóðir upplifa skort á pinnum og tilheyrandi búnaði sem til þarf.

Nýja aðferðin er ekki alveg eins næm og almenna aðferðin en SSI metur það svo að það hafi mjög litla þýðingu við núverandi aðstæður.

Anders Fomsgaard, einn þriggja vísindamanna hjá SSI, sem þróað hafa þessa nýju aðferð sagði við danska fjölmiðla að í raun væri verið að nota gamlar aðferðir, að hita sýni með smá vatni upp í 98°C í fimm mínútur þar til prótein sundruðust og aðeins RNA gen sitji eftir. Það eru tvö skref í kóróna prófinu. Í fyrsta lagi þarf að einangra svokölluð RNA-gen og það er í þessum hluta sem skortur er á búnaði og nýja aðferðin kemur í staðinn fyrir.

Verður gerð opinber öllum

Til að gera aðferðina aðgengilega sem flestum á sem stystum tíma hefur Statens Serum Institut ákveðið að opinbera aðgerðina á vefnum og senda til allra evrópskra samstarfsaðila og prófunarstöðva innanlands og í útlöndum svo þeir geti nýtt þessa aðferð frítt.

Vonast er til að innan skamms geti aðferðin orðið til þess að fjölga prófunum, ekki aðeins í Danmörku heldur öllum þeim löndum sem hafa liðið skort á prófunarbúnaði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2