fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífDansað og sungið í Haustfögnuði í Firði

Dansað og sungið í Haustfögnuði í Firði

Verslunareigendur ánægðir með góða sölu

Haustfögnuður Fjarðar var haldinn í gær fimmtudag en gleðin smitaðist yfir á Strandgötuna og opið var lengur í nokkrum verslunum.

Þrátt fyrir að miklar framkvæmdir standi yfir í Firði þá var létt yfir fólki enda ýmislegt gert til að gleðja gesti. Gestum var boðið að smakka alls kyns góðgæti og fá fróðleik um ýmsar vörur svo ekki sé minnst á skemmtilegan söng ýmissa söngvara sem komu fram.

Mjöll Hólm

Hin glaðlega og eldhressa Mjöll Hólm steig fyrst á stokk, unglega að vanda enda ekki nema 80 ára gömul. Enginn söngkona hefur átt eins langan feril og hún en hún byrjaði að syngja árið 1959 og hefur sungið alla tíð síðan. Langfrægasta lagið sem hún gaf út er eflaust lagið „Jón er kominn heim“ sem kom út árið 1971.

Annar unglingur tók við hljóðnemanum af Mjöll, hinn 82 ára Garðar Guðmundsson en Garðar er af fyrstu kynslóð íslenskra rokkara og var um tíma þekktur sem hinn íslenski Cliff Richards. Hann hafði engu gleymt og lét sér ekki muna um að skella sér niður á hnén eins og Cliff gerði forðum.

Hjördís Geirsdóttir

Á meðan þau sungu dansaði stór hópur línudansara og meðal þeirra var Hjördís Geirsdóttir sem á ótrúlegan 65 ára söngferil að baki en hún varð í ár áttræð eins og Mjöll. Hún var auðvitað fengin til að grípa hljóðnemann og syngja án undirbúnings og greinilegt var að hún var enginn nýgræðingur á því sviði og eldhress.

Eldhressir öldungarnir, Garðar Guðmundsson, Mjöll Hólm og Hjördís Geirsdóttir.

Þá tóku unglingarnir við, Arnar Friðriksson trúbador, Bjarni Arason og Regína Ósk sem öll heilluðu gesti hver á sinn máta.

Bjarni Arason
Regína Ósk Óskarsdóttir

Mikið að gera í verslunum

Verslunareigendur voru ánægðir með daginn, voru með góð tilboð sem greinilega heillaði fjölda manns. Voru margir pokar bornir út að góðu kvöldi loknu.

Svona hátíðir hafa lengi verið haldnar í Firði en þá undir merkjum Konukvölds. Í ár nýttu nokkrir verslunareigendur í miðbænum hugmyndina og voru með Haustfögnuð í sínum búðum, buðu upp á veitingar og voru með tilboð í tilefni dagsins.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta fylgdist með gleðinni og má sá afraksturinn hér að neðan.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2