Listdansskóli Hafnafjarðar hefur verið starfandi í Hafnarfirði síðastliðin 23 ár við góðan orðstír. Skólinn hefur frá árinu 2013 verið til húsa í Bæjarhrauni 2. „Í ársbyrjun 2018 mun skólinn flytja í nýtt húsnæði sem verður tilkynnt síðar!“ segir Eva Rós Guðmundsdóttir skólastjóri.
Við skólann dansa um 420 nemendur á aldrinum 2 – 50 ára og boðið er upp á glæsilegar vor- og jólasýningar.
Í haust er boðið uppá fjölbreytt námskeið fyrir ýmsa aldurshópa, klassískan ballett, djass, nútímadans, silki, hip hop, barnadansa, sirkusnámskeið, söngleikjadans, þrek og teygjur, stimulastik og barnaglans.
Á laugardögum í vetur mun Hugarfrelsi halda námskeið í Listdansskólanum fyrir káta krakka á aldrinum 7 – 12 ára. Hvetur Eva Rós fólk til þess að kynna sér flottu starfsemina hjá www.hugarfrelsi.is.
Sýn skólans; dansgleði, sköpun og góð líkamsþjálfun er ávallt höfð að leiðarljósi í kennslunni.
Kennarar skólans eru allir menntaðir í dansi eða eru í námi í dansi eða kennslufræðum.
Sirkusnámskeið
Spennandi nýtt sirkus námskeið mun hefjast í haust! Á sirkusnámskeiði Húlladúllunar munu þátttakendur læra grunnatriði hinna ýmsu sirkuslista og vinna saman á skapandi máta við atriðagerð. Nemendur læra að „djöggla“ slæðum, boltum og hringjum, húlla húllahringjum, leika sér að blómaprikum og sveiflusekkjum, læra fimleikakúnstir og akrólyftur, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, læra á kínverska snúningsdiska, leika listir okkar með kasthringi, halda jafnvægi á töfrafjöðrum og skemmta sér virkilega vel saman. Áhersla er lögð á samhæfingu, jafnvægi, samvinnu og sköpunargleði.
Húlladúllan, eða Unnur María Máney, er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona Hún hefur starfað við sirkuslistir og kennslu í Mexíkó, á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af skapandi barnastarfi og lauk húllakennaranámi við LiveLoveHoop í Bristol. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinu 6 ára og eldri.
„Barnaglans“ og „stumulastik“
Í haust mun Hafdís iðuþjálfari halda áfram að kenna barnaglans og stimulastik. Stimulastik er fyrir börn frá 2 mánaða aldri. Börn þurfa mikið að hreyfa sig og hafa gaman af því. Í stimulastik er verið að hafa áhrif á skynfærin að þau vinni jafnt saman þ.e. jafnvægi, snertiskyn og stöðuskyn (vöðvar, sinar og bein). Foreldrar læra æfingar/leiki samt hægt er að gera heima. Gott til dæmis fyrir börn með eyrnabólgu og fyrirbura.
Barnaglans er fyrir börn á aldrinum 12 – 24 mánaða Í þessu námskeiði er farið í leiki, dansað og gerðar ýmsar skemmtilegar hreyfingar í gegnum söng og tónlist sem hjálpa barninu við að ná góðu jafnvægi, stöðu- og snertiskyni.
Markmiðið er að barnið verði öruggt og geti tekið þátt í áframhaldandi námskeiðum t.d. dansi, fimleikum eða íþróttaskólanum.
Barnaglans eykur gleði barnsins til hreyfingar og líkamlegar færni og foreldrarnir geta á sama tíma haft áhrif og fylgst með þroska barnsins.
Pabbavika
Á hverju hausti fá foreldrar tækifæri til þess að koma og horfa á tíma hjá nemendum. Í var pabbavika og á að endurtaka leikinn í haust! Pabbarnir komu í heimsókn og dönsuðu með nemendum. Þetta vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum og kennurum.
Dansferð til London
Sumarið 2018 fara nemendur skólans í dansferð til London. Þar munu þeir læra allt það nýjasta í dansheiminum og skoða London.
Dansbikarinn
Dansbikarinn er árleg innanhússdanskeppni sem haldin er í nóvember þar sem nemendur fá að spreyta sig í að semja dansa og hanna eigin búninga. Gestadómari og kennaradómnefnd dæma dansbikarinn. Það er alltaf gaman að sjá hvað við eigum flotta og efnilega nemendur!
„Á þessu skólaári munum við hvetja nemendur á aldrinum 12 ára og eldri að stofna nemendaráð sem mun skipuleggja skemmtilega viðburði á haustönn!“ segir Eva Rós. „Fyrir yngstu nemendurna munum við vera með bangsa- og dúkkuviku þar sem að nemendur fá að koma með uppáhalds bangsa eða dúkku í danstímann.“
Allar upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu skólans www.listdansskoli.is eða í gegnum síma 894 0577. Skráning er hafin!