fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirDavíð Arnar Stefánsson vill leiða lista VG í Hafnarfirði

Davíð Arnar Stefánsson vill leiða lista VG í Hafnarfirði

Davíð Arnar Stefánsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann vilji leiða lista Vinstri grænna í Hafnarfirði.

„Ég er uppalinn í Hafnarfirði og hef lengst af búið í bænum. Ég er giftur æskuástinni og á með henni þrjú börn, hund og tvo ketti. Við búum í gömlu húsi á Suðurgötunni sem oft er kallað Bjarnabær og margir Hafnfirðingar þekkja. Ég er lærður garðyrkjufræðingur, húsasmiður og landfræðingur og starfa í dag hjá Landgræðslunni á sviði sjálfbærni og loftslags.

Ég er stoltur Hafnfirðingur og hef alla tíð haft skoðanir á því hvernig bærinn þróast og í hvaða átt við stefnum sem samfélag. Fái VG góða kosningu mun ég í samvinnu við félaga mína á listanum leggja mig fram um að viðhalda því góða sem gert er á mörgum sviðum í bænum – en ekki hika við að beita mér fyrir breytingum þar sem þeirra er þörf. Grunngildi VG eru félagslegur jöfnuður og umhverfisvernd sem fer vel saman við mínar hugmyndir um Hafnarfjörð framtíðarinnar,“ segir Davíð Arnar í tilkynningunni.

VG náði ekki inn manni í síðustu kosningum en voru örfáum atkvæðum frá því.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2