fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirDjúpar holur og illfært víða í húsagötum

Djúpar holur og illfært víða í húsagötum

Ástandið í húsagötum og á bílastæðum er víða vægast sagt slæmt. Í rigningunni eru klakabunkarnir flughálir og víða hafa myndast djúpar holur með skörpum köntum, oft um og yfir 20 cm djúpar.

Ökumaður þessa bíls komst ekki lengra á bílastæðinu við Kaplakrika og varð að yfirgefa bíl sinn, fastan í djúpri holu. Reyndar var ekki um margt annað að velja, hvort eð var enda bílastæðin sem ætluð eru íþróttasvæðinu full af númerslausum bílum og bílum frá bílaleigum.

Gangstígar verða bílastæði þegar ekkert annað er að fá.

Tvö ár eru liðin frá því formaður FH lofaði á aðalfundi að koma þessum bílum í burtu og álíka langur tími er síðan bæjarstjóri lýsti því yfir að gera þyrfti átak í að fjarlægja númerslausa bíla. Í skipulagi er gert ráð fyrir ákveðnum fjölda bílastæða fyrir þá starfsemi sem er á viðkomandi lóðum og því ótrúlegt að það sé látið líðast að stæðin séu leigð undir langtímageymslu á bílaleigubílum.

Bílastæðið í Kaplakrika er fullt af númerslausum bílum og bílum sem teppa stæði í langan tíma.

Þó víða séu tæki að hreinsa götur í bænum þá er erfitt að komast í gegnum klakann sem myndaðist þegar ekki var nægilega mokað í upphafi. Hefur fólk sagt frá skemmdum á bílum enda eru brúnirnar oft mjög skarpar og hálar og holurnar djúpar.

Treystir fólk á meiri rigningu og hlýju svo snjórinn og klakinn fái að fara sýna leið um holræsakerfi bæjarins og beina leið í sjóinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2