fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFH - Dundalk: 2-2, Dundalk komst áfram

FH – Dundalk: 2-2, Dundalk komst áfram

FH úr leik eftir 1-1 jafntefli ytra og 2-2 jafntefli á Kaplakrika

Mikil vonbrigði voru í Kaplakrika er leik lauk með 2-2 jafntefli. Kemst Dundalk áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Öflug stuðningssveit Dundalk fagnar öðru marki liðsins. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Öflug stuðningssveit Dundalk fagnar öðru marki liðsins. Ljósmynd: Guðni Gíslason

FH komst í fína stöðu strax á 18. mínútu með marki Sam Hewson en FH-ingar höfðu verið mun sprækari. Eftir markið dró mjög úr krafti FH án þess að Dundalk gæti nýtt sér það.

Strax í seinni hálfleik fær Dundalk vítaspyrnu sem Gunnar Nielson varði af mikilli snilld. En sóknir Dundalk voru mun beittari og og tveimur mínútum síðar jafnaði Dundalk með marki David McMillan og ellefu mínútum síðar kom hann gestunum yfir. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði svo fyrir FH á 77. mínútu en þrátt fyrir beittar sóknir FH náðu þeir ekki að skora.

Nokkur hiti var í leikmönnum FH í lok leiks en FH-ingar töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu í lok leiksins.

..

Leikur er nýhafinn í viðureign FH og Dundalk í Meistaradeild Evrópu. FH-ingar byrja af krafti og góð stemmning er í Kaplakrika.

Kaplakriki. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Kaplakriki. Ljósmynd: Guðni Gíslason.

18 mín: Sam Hewson fv. leikmaður Ma. United skorar fyrir FH.

49 mín: Gunnar Nielsen ver víti.

51 mín: Dundalk jafnar, David McMillan

62 mín: David McMillan kemur Dundalk yfir

77 mín: Kristján Flóki Finnbogason jafnar fyrir FH

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2