Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í kosningunum til Alþingis, nema Framsóknarflokks, mættu á kosningafund í Tækniskólanum í Hafnarfirði í hádeginu í dag.
Þetta var snarpur fundur og vel undirbúinn af fulltrúum skólans sem voru með harða tímaverði og viðfangsefni stjórnmálaflokkanna voru áhugaverð.
Hver fulltrúi fékk eina mínútu til að kynna sig og áhersluatriði síns flokk og gall við hávær flauta þegar tímanum lauk og næsti tók við. Gekk fólki misvel að nýta tímann en nokkrir voru vel skipulagðir og héldu sig vel innan tímamarki.
Fulltrúar flokkanna á fundinum voru (í röð eins og þau sátu):
- Eiríkur Björn Björgvinsson, 3. á lista Viðreisnar í SV
- Bryndís Haraldsdóttir, 3. á lista Sjálfstæðisflokksins í SV
- Helga Þórðardóttir, 4. á lista Flokks fólksins í Rvk-S
- Þór Jónsson, 1. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í SV
- Eldur Smári Kristjánsson, 1. sæti á lista Lýðræðisflokksins á Norðurkjördæmi vestra
- Einar Jóhannes Guðnason, 4. sæti á lista Miðflokksins í Rvk-N
- Björn Leví Gunnarsson, 1. sæti á lista Pírata í Rvk-S
- Árni Rúnar Þorvaldsson, 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í SV
- Eva Dögg Davíðsdóttir, 2. sæti á lista Vinstri Grænna í SV
Stytting framhaldsskólanáms, kjördæmaskipan og her á Íslandi
Þá kom að því að leggja fyrir hópinn 16 spurningar eða fullyrðingar sem frambjóðendurnir þurftu að svara með því að lyfta upp spjaldi og höfðu úr að velja: Sammála – Ósammála – Hlutlaus – Vill ekki svara.
Spurningarnar og svörin voru eftirfarandi en ekki náðist alltaf að sjá öll svörin og þegar þau vantaði eru svörin stjörnumerkt.
- Vilt þú auka framlög til iðn- og tæknimenntunar?
– Allir sammála - Það á að taka upp kristinfræðikennslu aftur í grunnskólum
– 2 sammála, 2 hlutlausir, 1 vill ekki svara og 3 ósammála* - Coke er betra en Pepsi
– 7 sammála, 1 ósammála og 1 hlutlaus - Það var rangt að stytta nám í framhaldsskóla í 3 ár úr 4 árum
– flestir sammála* - Sálfræðitímar eiga að vera ókeypis fyrir alla undir 18 ára
– 7 sammála, 1 hlutlaus* - Það þarf meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
– 5 sammála, 3 ósammála, 1 hlutlaus - Allt landið á að vera eitt kjördæmi
– 5 sammála, 3 ósammála, 1 hlutlaus - Á að breyta námslánum í námsstyrk
– 4 sammála, 2 ósammála* - Sjávarútvegsfyrirtæki eiga að borga meira fyrir sjávarafurðir
– 7 sammála, 2 ósammála - Það á að banna innflutning díselbíla sem fyrst
– 5 ósammála, 2 sammála, 1 hlutlaus, 1 vill ekki svara - Það þarf að afnema iðnmeistarakerfið og hafa minna regluverk í kringum það
– 4 ósammála, 1 hlutlaus, 1 sammála/ósammála* - Minn flokkur vill virkja meira
– 6 sammála, 3 ósammála - Það þarf að stofna her á Íslandi
– 8 sammála, 1 sammála/hlutlaus - Vilt þú þjóðaratkvæðagreiðslum um ESB
– 5 sammála, 3 ósammála og 1 hlutlaus - Það á að banna hvalveiðar
– 3 sammála, 3 ósammála og 2 hlutlausir* - Manchester United er betra lið en Liverpool
– 4 sammála, 2 ósammála og 3 hlutlausir
Þó fundurinn hafi verið ætlaður sem skemmtun og um leið fræðsla þá vöktu nokkur svör athygli og þá ekki síst svar Bryndísar Haraldsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ein var sammála fullyrðingunni „Það þarf að stofna her á Íslandi“. Hún bætti reyndar svo við spjaldinu sem á stóð Hlutlaus á meðan allir aðrir svöruðu Ósammála.
Það vakti einnig athygli að presturinn, Davíð Þór, vildi ekki svara fullyrðingunni „Það á að taka upp kristinfræðikennslu aftur í grunnskólum“.
Aukaspurning frá kennara í sal
Mikið hefur verið fjallað um takmarkanir á því að fullorðnir komist í iðnnám og hafa margir verið á biðlista en mikil þörf er fyrir fleiri iðnlærða.
Hrafnkell Marinósson, kennari í trésmíði varpaði fram spurningunni: „Á iðnnám að vera fyrir alla, óháð aldri?“ Það vakti athygli að allir frambjóðendurnir lyftu spjaldinu sem á stóð „Sammála“.
Nálaraugað reyndist þröngt fyrir flesta
Að því loknu fengu frambjóðendurnir að spreyta sig á því að þræða nál og reyndist það þrautin þyngri hjá flestum. Aðeins tvö náðu að þræða nálina innan tímamarka sem var ein mínúta og var Eva Dögg lang fyrst að þræða nálina og Eldur Smári kom þar á eftir.
Falleg flétta eða fax
Þá fengu frambjóðendur verkefni að flétta hár á gínu og þar skipti örugglega máli hvort viðkomandi ætti dóttur eða ekki en þetta fórst mörgum ekkert sérstaklega vel úr verki. Flestir náðu þá að flétta hárið en þó ekki allir og líktist hárið hjá einum meira tagli á hesti en fléttu. Eldur Smári sýndi að hann hafði greinilega fléttað áður og var með glæsilega fléttu.
Árinni kennir illur ræðari
Næst síðasta verkefnið var að skrúfa stóra skrúfu í timburbita og fengu frambjóðendur skrúfvélar til þess. Þær voru þó ekki allar eins og mjög misvel gekk að skrúfa þessa löngu skrúfu niður og að sjálfsögðu var verkfærunum kennt um og eflaust var eitthvað til í því enda borvélarnar mismunandi og ein varð strax rafmagnslaus.
En einbeitingin var mikil.
Hagnýtar pípulagnir
Síðasta þrautin var að raða saman fjórum 50 mm beygjum í ferning, nokkuð sem aldrei nýtist í hagnýtum pípulögnum. Það gekk reyndar nokkuð vel og aftur var Eldur Smári fyrstu að leysa verkefnið.
Nemendur hvattir til að kjósa
Að lokum fengu frambjóðendur aftur mínútu hver sem þeir nýttu til að hvetja nemendur til að kjósa sinn flokk og lýsa ágæti hans. Reyndar voru flestir nemendur ekki komnir með kosningarétt en höfðu samt gaman að.
Uppfært 28.11.2024: Nafn fulltrúa Lýðræðisflokksins misritaðist og það hver var fyrstur til að þræða nál.