fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirEkið á göngubrú á Reykjanesbraut - Brúin lokuð gangandi. Uppfært

Ekið á göngubrú á Reykjanesbraut – Brúin lokuð gangandi. Uppfært

Nýja göngubrúin milli Áslands- og Hvammahverfis er lokuð allri umferð um óákveðinn tíma vegna tjóns. Kemur það fram í tilkynningu Vegagerðarinnar á Twitter kl. 6.32 í morgun.

Bæði láréttu stálrörin í brúnni eru skemmd, rétt við bogann hægra megin.

Brúin er stálbrú sem borin er upp af stálrörum en skv. ummerkjum á brúnni hefur farartækið lent á báðum láréttu rörunum sem mynda gólf brúarinnar. Eru sýnilegar skemmdir á þeim báðum. Einnig er skemmd á handriði brúarinnar en þó ekki alvarleg.

Skemmdir eru á báðum láréttu stálrörunum

Ökutækið sem hafnaði á brúnni hefur greinilega verið ólöglega hátt.

Skemmd á handriði brúarinnar.

Ekki eru þannig skemmdir á brúnni að gangandi eða hjólandi sé hætta búin að falla af brúnni en líklegt er að vegna skemmda á burðarvirki sé brúnni lokað í varúðarskyni.

Þó er hættan ekki metin það mikil að brúin gæti fallið enda er umferð leyfð óhindruð undir hana og greinilega metið að t.d. vindálag, sem eflaust vegur meira en nokkrir gangandi einstaklingar, geti ekki fellt hana.

Uppfært kl. 17.45.

Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar var burðarþol brúarinnar metið í dag og hefur hún verið opnuð fyrir umferð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2