fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirEkkert samráð við skátana um akstur í gegnum bílastæði við skátaheimilið

Ekkert samráð við skátana um akstur í gegnum bílastæði við skátaheimilið

Telja tillögu að nýju skipulega íþyngjandi fyrir starfsemi skátafélagsins

Eins og kemur fram í deiliskipulagstillögu að þéttingu byggðar við Hjallabraut er gert ráð fyrir að aðkoma bíla að 11 einbýlishúsum verði um bílastæði við skátaheimilið Hraunbyrgi auk þess sem gert er ráð fyrir að þeir sem ætla að aka að húsunum þurfi að aka yfir göngustíg sem er aðkoma að skátaheimilinu og að Víðistaðaskóla og Víðistaðatúni.

Fjarðarfréttir birti þessa deiliskipulagstillögu í frétt sl. miðvikudag og viðbrögðin hafa verið flest á einn veg, gegn þessum byggingaráformum og um 70 athugasemdir hafa verið ritaðar á Facebook síðu íbúa Norðurbæjar.

Þá kom einnig í ljós að Hafnarfjarðarbær hafði ekkert samráð haft við Skátafélagið Hraunbúa um aðkomuna um bílastæðin við skátaheimilið og sáu stjórnarmenn fyrst endanlegu tillöguna hér á fjardarfrettir.is

Íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins um ókomna tíð

Á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var sl. miðvikudagskvöld var málið skoðað og rætt og hefur stjórn félagsins ritað bæjarstjórn Hafnarfjarðar bréf þar sem segir að það sé mat stjórnar félagsins að tillögurnar  feli í sér framkvæmdir sem ganga á þá aðstöðu sem félagið nýtir í dag undir starfsemi sína. Nái þær fram að ganga verði þær íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins um ókomna tíð.

Skýringartillaga með deiliskipulagstillögunni. Hún segir hins vegar lítið um endanlegt útlit húsanna.

Telur stjórnin ósættanlegt að gert sé ráð fyrir aðkomu að vistgötu á milli húsaraða í gegnum bílastæði við Hraunbyrgi. Að mati stjórnar er þessi ráðstöfun með öllu óásættanleg, enda feli hún í sér umferð í gegnum bílastæði við húsnæði skátafélagsins. Muni þetta skapa hættu fyrir þá sem sækja viðburði á vegum félagsins og nýta sér leigu á sal félagsins, sem er leigður út t.d. til veisluhalda.

Bendir stjórnin á að gert sé ráð fyrir einu bílastæði fyrir hvert hús, sem fullnægi ekki þörfum 11 einbýlishúsa fyrir bílastæði, að mati stjórnar. Stjórnin telur einsýnt að íbúar einbýlishúsa muni nýta sér bílastæði félagsins og ekki þykir óvarlegt að áætla að þörf fyrir bílastæði við húsin sé að jafnaði a.m.k. tvöföld á við það sem áætlað er. Þá er ótalin þörf vegna hvers konar mannamóta í fyrirhugaðri byggð. Í bréfi stjórnarinnar er bent á að við Hraunbyrgi séu í dag bílastæði fyrir 20-25 bíla.

Í bréfinu til bæjarstjórnar er lýst því mati stjórnar að það sé algerlega óásættanlegt að þétting byggðar á svæðinu feli í sér íþyngjandi ráðstafanir við þá byggð sem fyrir er á svæðinu. Það hljóti að vera eðlileg krafa að við skipulag nýrrar byggðar, við Hraunbyrgi eða annars staðar, sé gert ráð fyrir að henni fylgi sú aðstaða sem nauðsynleg er, m.a. við bílastæði, aðstöðu vegna sorpíláta/losunar, en að ekki sé gengið á aðliggjandi byggð til að mæta þessari þörf.

Vilja fullt samráð við stjórn félagsins

Í bréfinu er þess krafist að fallið verði frá öllum áformum við nýja byggð sem hafa íþyngjandi áhrif á starfsemi félagsins og að við breytingar á skipulagi verði haft fullt samráð við stjórn félagsins.

Undir bréfið rita Bjarni Freyr Þórðarson félagsforingi og Andri Már Reynisson aðstoðarfélagsforingi og byggingafræðingur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2