fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirEldri borgarar með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi fá félagslegan viðbótarstuðning

Eldri borgarar með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi fá félagslegan viðbótarstuðning

Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja framfærslu aldraðra einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.

Með lögunum öðlast einstaklingar, sem búsettir eru hér á landi og hafa annaðhvort alls engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum, rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur að hámarki numið 90% fulls ellilífeyris almannatrygginga. Breytingin tekur til einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri, hafa fasta búsetu og lögheimili á Íslandi og dvelja hér varanlega. Erlenir ríkisborgara þurfa að hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Frumvarpið er unnið eftir tillögum úr skýrslu starfshóps um kjör aldraðra sem skipaður var af ráðherra. Var starfshópnum falið að fjalla um kjör eldri borgara í því skyni að fá betri yfirsýn yfir þær ólíku aðstæður sem eldri borgarar búa við og koma með tillögur um hvernig bæta megi kjör þeirra sem búa við lökustu kjörin.

Ásmundur Einar Daðason

„Ég er virkilega ánægður með að þetta frumvarp sé nú orðið að lögum og við erum að stíga mikilvægt skref í því að bæta stöðu þess hóps eldri borgara sem býr við verstu kjörin og hefur lítil eða engin lífeyrisréttindi. Með þessum viðbótarstuðning komum við viðkvæmustu hópum eldri borgara í skjól og tryggjum þeim örugga framfærslu,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra í tilkynningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2