Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Suðurhvammi klukkan korter í tólf í gærkvöldi.
Tilkynnt var um svartan reyk frá bílskúr við Suðurhvamm.
Þegar slökkvilið kom á staðinn var eldur í skúrnum og tók um 10 mínútur að slökkva eldinn, tryggja vettvang og draga rafmagnsbíl út úr skúrnum. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá hleðslutæki bílsins sem var tengt í hefðbundinn rafmagnstengil.
Slökkviliðið áréttar að mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum við hleðslu rafbíla og annarra tækja sem nota endurhlaðanlegar rafhlöður.
Ekkert hefur þó komið fram hvers vegna eldurinn komi upp, það á eftir að koma í ljós við rannsókn.