fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirEnn er aðgengi að upplandinu hindrað

Enn er aðgengi að upplandinu hindrað

Hafnfirðingar geta státað sig af fjölbreyttu upplandi þar sem finna má má fjölmörg ummerki eftir búskap fyrri alda.

Því miður hefur aðgengi að upplandinu verið skert þó bæjaryfirvöld hafi ekki hikstað á því að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennulínu yfir ósnortið hraun, framkvæmdaleyfi sem leyfði einnig vegagerð um hraunið, örskammt frá minjum. En fólk sem vill ferðast um upplandið, t.d. fólk sem tekur þátt í Ratleik Hafnarfjarðar, á sífellt erfiðara að komast að upplandi því vegum hefur verið lokað, eins og gamla Keflavíkurveginum.

Nú hefur verið sett upp slá á þann hluta Álfhellu sem liggur að skotæfingasvæði SÍH sem lokar fyrir almenna umferð um veg sem skattgreiðendur hafa borgað. Þann veg hefur fólk gjarnan farið og lagt utan við svæði SÍH en svo er ekki hægt lengur.

Hvergi hefur þessi lokun verið auglýst.

Í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta segir Helga Stefánsdóttir hjá Hafnarfjarðarbæ:

„Hliðið er innan svæðis sem skilgreint er sem aksturs- og skotæfingarsvæði. Hliðið var sett upp vegna skemmdaverka og óþæginda sem áttu sér stað inni á svæðinu. Uppsetning var samþykkt af byggingafulltúa 2018 að beiðni skotæfingarfélagsins.”

Hún svarar hins vegar ekki spurningu um það hvort leitað hafi verið athugasemda bæjarbúa.

Áður hafa verið sett hlið á Álfhellu sem liggur að Kvartmílubrautinni.

Álfhella, lokuð almenningi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2