Klukkan fimmtán mínútur yfir fjögur í dag varð enn stærri jarðskjálfti á Reykjanesi en fannst á öðrum tímanum í dag og sem var 3,7 stig á Richter.
Jarðskjálftinn nú var 4,2 á Richter og var á 7.200 m dýpi, 3,2 km A af Fagradalsfjalli, ekki langt frá þeim stað sem fyrri skjálftinn var. Var sveifluvíddin í stærri skalanum því 3,2 sinnum öflugri en í þeim fyrri.
Fannst skjálftinn víða enda nokkuð snarpur.
Uppfært:
Skv. upplýsingum Veðurstofunnar voru tveir jarðskjálftar með sekúndu millibili en það reyndist síðan ekki vera rétt.
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð skv. upplýsingum frá Veðurstofunni, en öflug jarðskjálftahrina hófst þar þann 19. júlí. Ríflega 5000 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá. Þessi virkni er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári.