fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirEr eðlilegt að sum börn greiði 52.000 kr. fyrir árskort í Strætó?

Er eðlilegt að sum börn greiði 52.000 kr. fyrir árskort í Strætó?

Frístundabíllinn er eingöngu fyrir börn í 1.-4. bekk og akstur á æfingar sem hefjast kl. 15 og 16 á skólatíma.

Foreldri sem hafði samband við Fjarðarfréttir undraðist það að sum börn þurfi að greiða 52.000 kr. fyrir árskort í strætó á meðan börn 11 ára og yngri fái frítt í strætó.

Finnst henni það mikil viðbót við kostnað við frístundastarf barna sinna.

Ekki hefur náðst samstaða í stjórn Strætó

Hafði hún sent ábendingu til Hafnarfjarðarbæjar sem er aðili að Strætó bs. og fékk þau svör hjá Geir Bjarnasyni íþrótta- og tómstundafulltrúa, að því miður hafi ekki myndast meirihluti í stjórn Strætó um að lækka eða fella niður barnagjald.

„Börn hafa engar tekjur og sumum er nauðsynlegt að nota strætó og því er þetta réttlætismál sem Ungmennaráð Hafnarfjarðar og margir aðilar í kringum okkur vilja breyta.  Hafnarfjörður ákvað sjálfur að fella niður gjald í sundlaugar sínar á svipaðri forsendu fyrir börn. Við höfum skoðað að framlengja frístundaakstur úr níu ára og upp en það hefur ekki tekist enn og er í skoðun,“ segir jafnframt í svari Geirs.

Verðskrá Strætó

Stakir miðar

VERÐ AFSLÁTTUR
Fullorðnir 630 kr. 0%
Ungmenni, 12-17 ára 315 kr. 50%
Aldraðir, 67 ára og eldri 315 kr. 50%
Öryrkjar 189 kr.* 70%
Börn, 11 ára og yngri 0 kr. 100%
Næturstrætó – eitt fargjald 1.260 kr.

*Þetta verð er eingöngu í boði í Klapp greiðslukerfinu. Ekki er hægt að greiða öryrkjafargjald með reiðufé.

1 og 3 daga kort

VERÐ
24 klst. kort 2.500 kr.
72 klst. kort 5.600 kr.

30 daga kort

VERÐ AFSLÁTTUR
Fullorðnir 10.400 kr. 0%
Ungmenni, 12-17 ára 5.200 kr. 50%
Aldraðir, 67 ára og eldri 5.200 kr. 50%
Nemar, 18 ára og eldri 5.200 kr. 50%
Öryrkjar  3.120 kr. 70%
Börn, 11 ára og yngri 0 kr. 100%

Árskort

VERÐ AFSLÁTTUR
Fullorðnir 104.000 kr. 0%
Ungmenni, 12-17 ára 52.000 kr. 50%
Aldraðir, 67 ára og eldri 52.000 kr. 50%
Nemar, 18 ára og eldri 52.000 kr. 50%
Öryrkjar 31.200 kr. 70%
Börn, 11 ára og yngri 0 kr. 100%

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2