fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirErla Sigríður skipuð skólameistari Flensborgarskólans til fimm ára

Erla Sigríður skipuð skólameistari Flensborgarskólans til fimm ára

Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans til fimm ára.

Erla hefur lokið námi í fjölmiðla- og stjórnmálafræði hjá University of Wisconsin–Stevens Point. Hún er með B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands, Cand.Mag. í sögu og stjórnmálafræði frá Háskólanum í Árósum, Dipl.Ed. í stjórnun og fræðslu frá Háskóla Íslands og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið kennslufræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi hjá Háskóla Íslands.

Erla Sigríður hefur starfað við Flensborgarskólann í Hafnarfirði frá árinu 2002. Fyrstu ár sín í skólanum starfaði hún sem sögukennari en frá 2011 hefur hún gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan skólans, þ.e. stöðu sviðsstjóra félagsgreina, mannauðsstjóra, aðstoðarskólameistara og setts skólameistar

Umsækjendur voru:

  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari.
  • Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari.
  • Einar Hreinsson, konrektor.
  • Elvar Smári Sævarsson, forstöðumaður.
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir, settur skólameistari.

Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólanefndar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2