fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirErt þú á réttum stað á kjörskrá? - Tveir kjörstaðir í Hafnarfirði

Ert þú á réttum stað á kjörskrá? – Tveir kjörstaðir í Hafnarfirði

Kjörskrá og kjörstaðir í Hafnarfirði 2021

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna þann 25. september nk. liggur frammi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 kl. 8-16 alla virka daga frá og með 15. september til og með föstudeginum 24. september.

Kjósendum er bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Hafnarfjarðar.

20.463 á kjörskrá og tveir kjörstaðir

Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7. Aðkoma að Víðistaðaskóla er einnig frá Hraunbrún.

Kjörfundur er frá kl. 9 til kl. 22 laugardaginn 25. september. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 20.463.

Hvar á ég að kjósa?

Hægt er að sjá hvar þú átt að kjósa með því að smella hér.

Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag og að jafnaði einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Gott er að vita í hvaða kjördeild þú átt að kjósa áður en komið er á kjörstað.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þrem vikum fyrir kjördag, þann 4. september 2021. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind, nálægt inngangi í norðausturhluta á 1. hæð og á 3. hæð í Kringlunni, bíógangi. Þar er opið alla daga vikunnar kl. 10 – 22.

Á kjördag, verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind frá kl. 10 – 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar um alþingiskosningarnar er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2