fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirEru raflínur til bæjarins í hættu?

Eru raflínur til bæjarins í hættu?

Eldfjallafræðingur vill varnargarð um Hafnarfjörð

Ármann Höskuldsson eldfjallafræð­ingur sagði í viðtali við Vísi að þar sem spennulosun væri hafin Krýsuvíkur­kerfinu og það að gera sig klárt fyrir næstu hrinu, væri hætta á að hraun geti runnið í átt til Hafnarfjarðar ef fari að gjós. Nú væru næstu skref að skoða hvers konar varnir við gætum komið upp í byggðunum vestast í Hafnarfirði og taldi rétt að skoða byggingu varnar­garða við Hafnarfjörð.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri al­­manna­varna sagði það hins vegar ótíma­bært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð. Unnið væri að hættu­mati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið.

Jón Gestur Hermannsson, fv. svæðisstjóri HS Veitna hafði samband við Fjarðarfréttir í kjölfar fréttanna og benti á að eina rafmagnstengingin fyrir Hafnarfjörð og hluta Garðabæjar er frá aðveitustöð Landsnets í Hamranesi og það væri hugsanlega ekki verra að hafa einhverja vörn þar.

 

Greinin birtist í Fjarðarfréttum, prentaðri útgáfu 11. janúar 2024

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2