Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sagði í viðtali við Vísi að þar sem spennulosun væri hafin Krýsuvíkurkerfinu og það að gera sig klárt fyrir næstu hrinu, væri hætta á að hraun geti runnið í átt til Hafnarfjarðar ef fari að gjós. Nú væru næstu skref að skoða hvers konar varnir við gætum komið upp í byggðunum vestast í Hafnarfirði og taldi rétt að skoða byggingu varnargarða við Hafnarfjörð.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna sagði það hins vegar ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð. Unnið væri að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Jón Gestur Hermannsson, fv. svæðisstjóri HS Veitna hafði samband við Fjarðarfréttir í kjölfar fréttanna og benti á að eina rafmagnstengingin fyrir Hafnarfjörð og hluta Garðabæjar er frá aðveitustöð Landsnets í Hamranesi og það væri hugsanlega ekki verra að hafa einhverja vörn þar.
Greinin birtist í Fjarðarfréttum, prentaðri útgáfu 11. janúar 2024