fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirEvrópuleikur í Kaplakrika á miðvikudaginn – FH tekur á móti írska liðinu...

Evrópuleikur í Kaplakrika á miðvikudaginn – FH tekur á móti írska liðinu Dundalk

Sigri FH mætir liðið Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi eða SJK Seinajoki frá Finnlandi

Síðari leikur FH og Dundalk fer fram á miðvikudaginn í Kaplakrika, en leikurinn er liður í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Jafntefli var í fyrri leik liðanna á Írlandi, 1-1. Írarnir komust yfir í síðari hálfleik, en Skotinn Steven Lennon jafnaði fyrir FH.

FH er því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á miðvikudaginn sem hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika. Sigurliðið mætir annað hvort Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi eða SJK Seinajoki frá Finnlandi.

Öflugt írskt lið

Dundalk er atvinnumannalið í Írlandi, en þeir eru deildarmeistarar síðustu tveggja ára, unnu deildina í fyrra með ellefu stiga mun, en nú eru þeir með sex stiga forskot á næsta lið sem á þó leik til góða þegar 18 leikir af 33 eru búnir.

Ekki hafa Írarnir fengið íslenska fánann hjá viðurkenndum fánaframleiðanda

Þjálfari liðsins er Stephen Kenny, 44 ára gamall Íri sem hefur þjálfað liðið frá árinu 2013, en áður þjálfaði hann m.a. Shamrock Rovers og FH-banana í Dunfermline. Einnig hefur hann þjálfað Longford, Bohemians og Derry.

Leikmenn Dundalk hafa spilað nítján leiki í forkeppni Meistaradeildarinnar, hafa unnið þrjá leiki, gert fjögur jafntefli og tapað tólf leikjum. Dundalk var eitt fyrsta írska liðið til að spila í Evrópukeppni og var fyrsta írska liðið til að komast í þriðju umferð í Evrópukeppni.

Liðið er nánast að öllu leyti byggt á írskum leikmönnum en tveir Norður-Írar eru í liðinu. Leikið var á gervigrasi í Írlandi en völlurinn var ekki upp á marga fiska.  Aðal styrktaraðili félagsins er ávaxtafyrirtækið Fyffes.

FH-ingar hvetja sitt fólk og stuðningsmenn íslenska fótboltans, unga sem aldna, að skella sér á völlinn á miðvikudag. Segja þeir þetta risastórt tækifæri fyrir íslenskt lið að fara lengra í Evrópukeppninni.

Miðasala hefst klukkan 18 á miðvikudag, en leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.15. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.500 kr. fyrir Bakhjarla FH.

Sjá nánar á www.fh.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2