fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFá 16 milljónir kr. til uppbyggingar í Seltúni

Fá 16 milljónir kr. til uppbyggingar í Seltúni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur samþykkt umsókn Hafnarfjarðarkaupstaðar um 16 milljón króna styrk til áframhaldandi uppbyggingar í Seltúni í Krýsuvík.

Styrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu, þjónustu og gönguleiðir sem og bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild.

Seltún er mjög virkt sprengigígja- og borholusvæði og kallar það eitt á að gönguleiðir þarf stöðugt að vera að laga þar sem slitið er mikið. Sett var bundið slitlag á bílastæði ásamt að laga stíga eins og hægt var 2017.

Árið 2018 var hafin vinna við undirbúning að stækkun salerna og lögð vatnsleiðsla frá borholu að Seltúni en ný salerni voru opnuð 2020.

Framkvæmdin felur í sér gerð göngupalla og dvalarsvæði við háhitasvæði sem er á svæðinu upp á barðinu. Í dag eru þar malarstígar sem oft eru í drullu. Búið er að hanna útlit og staðsetningu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2