Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar, í gær, 3. júlí, var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir því að aka menguðum jarðvegi ofan af Breiðhöfða 9 í Reykjavík í manir á svæði Kvartmíluklúbbsins.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa sátu skipulagsfulltrúi og fjórir starfsmenn hans ásamt ritara.
Með erindi Kvartmíluklúbbsins fylgdi skýrsla frá verkfræðistofunni EFLU „sem sýnir að efnið er í fullkomnu lagi til notkunar í manir á iðnaðarlóð“, eins og segir í fundargerð.