fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
HeimFréttirFá íþróttahús eftir 60 ára starf - MYNDIR

Fá íþróttahús eftir 60 ára starf – MYNDIR

Badmintonfélag Hafnarfjarðar fær yfirráð yfir íþróttahúsinu v/Strandgötu frá næstu áramótum

Badmintonfélag Hafnar­fjarð­ar fagnaði 60 ára afmæli sínu sl. laugardag en innan félagsins er stundað bad­minton, borðtennis og tennis.

Félagið var stofnað 7. október 1959 og var Árni Þorvaldsson kjörinn fyrsti formaður félags­ins. Bad­mintonfélag var fyrst stofnað í Hafnarfirði 1934 en varð það ekki langlíft. Félagið átti erfitt uppdráttar fyrstu árin enda aðstaða af skornum skammti, m.a. íþróttasalurinn í Kató. Lá starf félagsins niður um árabil en var endurvakið aftur árið 1972 og sótt um inngöngu í ÍBH. Síðan þá hafa æfingar félagsins verið að mestu í íþróttahúsinu v/Strandgötu.

Opið hús var í íþróttahúsinu v/Strandgötu þar sem gestum var boðið að prufa badminton og borðtennis en einnig var boðið upp á skemmtilega leik fyrir þá yngstu þar sem þeir fóru á margar mismunandi stöðvar og leystu þrautir.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjar­stjóri, og formaður Badminton­félags Hafnarfjarðar, Hörður Þorsteinsson, skrifuðu undir samn­ing um að BH taki við rekstri Íþróttahússins við Strandgötu um áramótin.

Hörður Þorsteinsson formaður BH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstóri.

Segir Hörður þetta tíma­mótasamning fyrir félagið sem tryggi því betri rekstrar­grund­völl og þar með betri þjónustu við iðkendur og aðstandendur þeirra. Félagið hefur nokkuð lengi barist fyrir þessu og velvilji var í bæjarstjórn en ein­hverra hluta vegna varð ekki af þessu fyrr en núna. Þetta þýðir að félagið hefur hús­bóndavaldið og getur skipulagt sitt starf betur og aukið nýtinguna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2