fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFærðu Ljósinu 206 þúsund krónur

Færðu Ljósinu 206 þúsund krónur

Hlaupahópur FH ásamt gestum hleypur árlega til góðs í bleikum hlaupafatnaði

Árlega stendur Hlaupahópur FH fyrir „Bleika hlaupinu“ þar sem hlauparar klæðast bleiku og hlaupa mislangar vegalengdir og styrkja um leið gott málefni.

Félagar úr öðrum hlaupahópum á höfuðborgarsvæðinu taka gjarnan þátt og í ár hlupu um 150 hlauparar til góðs. Félagar í Hlaupahópi FH höfðu tilbúið glæsilegt kaffihlaðborð fyrir utan Suðurbæjarlaug þegar hlaupararnir komu til baka en frjáls framlög félaga runnu öll til góðs málefnis.

Glæsilegur hópurinn sem tók þátt í Bleika hlaupinu í ár.

Í ár var það Ljósið, endurhæfingardeild fyrir krabbameinsgreinda sem naut styrks hlauparanna en Ljósið hefur það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreinda og aðstandenda. Alls söfnuðust 206 þúsund krónur sem fóru óskiptar til Ljóssins.

Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, tók við upphæðinni í upphafi æfingar hlaupahópsins í Kaplakrika nýlega.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2