fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFélagar í nýendurvöktu Pílukastfélagi Hafnarfjarðar náðu ekki að verja titla sína í...

Félagar í nýendurvöktu Pílukastfélagi Hafnarfjarðar náðu ekki að verja titla sína í einliðaleik

Ingibjörg Magnúsdóttir varð Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Jóhönnu Bergsdóttur

Pílukastfélag Hafnarfjarðar var endurvakið fyrir skömmu og sendi níu keppendur á Íslandsmótið í 501 pílukasti.

Ingibjörg Magnúsdóttir og Vitor Charrua áttu titla að verja í einliðaleik en þeim tókst ekki að sigra að þessu sinni. Vitor tapaði naumlega í úrslitum fyrir Matthíasi Erni Friðrikssyni úr Pílukastfélagi Grindavíkur, 6-7.

Ingibjörg og Jóhanna Íslandsmeistarar í tvímenningi

Ingibjörg keppti með Jóhönnu Bergsdóttir frá Píludeild Þórs á Akureyri í tvenndarleik kvenna og sigruðu þær Petreu Friðriksdóttur PFR og Sigríði Jónsdóttur PR. Þær hafa nú sigrað tvenndarleikinn í 501 fjórum sinnum saman 2016, 2017, 2019 og 2020.

Vitor ásamt Hallgrími Egilssyni úr PFR, sem urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi karla 2018, töpuðu í úrslitum gegn Þorgeiri Guðmundssyni PFR og Guðjóni Haukssyni.

Aðalfundur á miðvikudag

Aðalfundur Pílukastfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20. Sjá nánar hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2