fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFélagsmenn og skráðir stuðningsmenn fá að kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar

Félagsmenn og skráðir stuðningsmenn fá að kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar

Konum tryggð að minnsta kosti þrjú af sex efstu sætum á listanum

Á félagsfundi í kvöld kusu félagar í Samfylkingunni í Hafnarfirði um leið við val á lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar næsta vor og var mikill einhugur um þá leið sem verður farin skv. tilkynningu frá Samfylkingunni.

Ákveðið var að hafa flokksval sem er prófkjör þar sem félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Hafnarfirði sem hafa náð 16 ára aldri á valdegi og eru skráðir í Samfylkingarfélagið í Hafnarfirði hafa kosningarétt. Þá hafa einnig kosningarétt skráðir stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem eru 16 ára og eldri sem undirritað hafa stuðningsyfirlýsingu og skráð sig á kjörskrá  7 dögum fyrir kosningar eða í síðasta lagi 5. febrúar 2022.

Kjörgengir eru allir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla skilyrði landslaga um kosningarétt og kjörgengi og hafa meðmæli félaga í Samfylkingunni.

Paralisti

Kosið verður um efstu 6 sætin á framboðslista, sem verður svokallaður paralisti. Það þýðir að kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.

Þetta er skilgreining á paralista skv. prófkjörsreglum Samfylkingarinnar en annar möguleiki væri fléttulisti þar sem karl og kona væru ávallt í öðru hvoru sæti.

Tilkynna skal framboð formlega fyrir lok 14. janúar 2022 á netfangið xshafnarfjordur@gmail.com.

Flokksvalið verður haldið þann 12. febrúar 2022.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2