FH varð í kvöld deildarmeistari karla í handbolta, annað árið í röð.
Sigraði liðið ÍR 33-29 en FH-ingar höfðu mikla yfirburði í leiknum en gáfu eftir undir lokin.
Bæði liðin fögnuðu í leikslok því þrátt fyrir tap leikur ÍR áfram í efstu deild því Afturelding sigraði Gróttu og þannig bjargaðist ÍR frá falli.
Fyrsti leikur FH í átta liða úrslitum er gegn HK 4. apríl.