fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFH deildarmeistari í handbolta eftir aldarfjórðungs bið

FH deildarmeistari í handbolta eftir aldarfjórðungs bið

Sigruðu Selfoss 28-22 og tryggðu deildarmeistaratitilinn

FH-ingar sigruðu Selfyssinga í Kaplakrika í kvöld, 28-22, í hörkuleik. Selfyssingar komu grimmir til leik, voru með gríðarlega sterka framliggjandi vörn og frábæran markmann fyrir aftan. Voru Selfyssingar ávallt skrefi á undan og náðu mest þriggja marka forskoti á FH en FH-ingar börðust einnig vel og náðu að jafna úr vítakasti í lok hálfleiksins.

Það voru svo FH-ingar sem stjórnuðu leiknum í seinni hálfleik og mikið munaði um Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH sem varði eins og berserkur. Sóknarleikurinn var orðinn sterkari og FH-ingar voru komnir með 5 marka forskot um miðjan seinni hálfleik. En sigurinn var ekki unninn og bráðskemmtilegt lið Selfyssinga gafst ekki upp og saxaði á forskot FH-inga og komust 2 mörkum frá FH-ingum þegar 9 mínútur voru eftir, 22-20. En þá hertu FH-ingar tökin og juku forystuna á ný og Ágúst Elí Björgvinsson markmaður FH-inga kórónaði sigurinn með marki af eigin vallarhelmingi á síðustu sekúndum leiksins.

Deildarmeistarar FH í handbolta karla 2017

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH með 6 mörk, Ágúst Birgisson skoraði 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Arnar Freyr Ársælsson 3 mörk hver og Jóhann Birgir Ingvarsson, Jóhann Karl Reynisson, Þorgeir Björnsson og Ágúst Elí skoruðu 1 mark hver en Ágúst Elí varði 20 skot í marki FH.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Selfoss með 7 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 5 og Hergeir Grímsson skoraði 3. Helgi Hlynsson varði 6 skot í markinu og Einar Ólafur Vilmundarson varði 9 skot, þar af eitt vítaskot.

1,425 áhorfendur voru á leiknum, þar af góður hópur gamalla meistaraflokksmanna sem fengu mikið fyrir sinn snúð eins og aðrir.

Uppfært 5.4.2017:

Fyrstu leikir á sunnudaginn

Í úrslitakeppninni keppa 8 efstu liðin í útsláttarkeppni. Í fyrstu umferðinni komast þau lið áfram sem vinnur tvo leiki og þessi lið mætast:

  • FH – Grótta,
    1. leikur 9. ap. kl. 19.30, 2. leikur 11. ap. kl. 19.30 og oddaleikur ef þarf 15. ap. kl. 16
  • Haukar – Fram
    1. leikur 9. ap. kl. 17, 2. leikur 11. ap. kl. 19.30 og oddaleikur ef þarf 15. ap. kl. 16
  • ÍBV – Valur
  • Afturelding – Selfoss

Myndir frá leiknum. Ljósmyndari: Jón Guðnason.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2