Karlalið FH í handbolta tryggði stöðu sína í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn er liðið sigraði Aftureldingu 28-25 í Mosfellsbænum rétt áðan eftir að staðan hafði verið 17-10 í hálfleik.
Þetta er annar sigur FH í einvíginu og er liðið því einum sigri frá því að keppa um Íslandsmeistaratitilinn við annaðhvort Val eða Fram.
Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst áfram og staðan núna er 2-0
Þriðji leikurinn er í Kaplakrika á fimmtudaginn kl. 20 og er víst að Hafnfirðingar flykkjast í Kaplakriki í von um að FH tryggi sigur í einvíginu þá.