fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirFH er Íslandsmeistari í frjálsíþróttum 30 ára og eldri

FH er Íslandsmeistari í frjálsíþróttum 30 ára og eldri

Sigruðu með yfirburðum - MYNDIR

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 30 ára og eldri var haldið í Kaplakrika um helgina. Þetta er mót sem áður kallaðist öldungamót en nafni þess var breitt á nýafstöðnu þingi Frjálsíþróttasambands Íslands þar sem einnig var ákveðið að viðmiðunaraldur væri 30 ár fyrir bæði kynin.

Alls tóku 65 keppendur frá ellefu félögum þátt og var keppt í 12 greinum karla og kvenna og í hinum ýmsu aldursflokkum. Yngsti keppandinn var 31 árs en sá elsti 86 ára

Áhöld voru um hvort litli strákurinn hafi hlaupið meira en foreldrarnir sem þó fengu medalíur.

Góð stemmning var á mótinu og þó keppni sé mikil er góð samstaða og fólk aðstoðar og leiðbeinir hvort öðru óháð félögum.

Vel var tekið á.

15 keppendur voru frá FH og þar af komu 12 þeirra úr Hlaupahópi FH, sem er innan frjálsíþróttadeildar félagsins.

Skemmst er frá því að segja að FH sigraði með miklum yfirburðum. Hömpuðu keppendur félagsins 31 gullverðlaunum, 9 silfurverðlaunum og 7 bronsverðlaunum og hlutu fyrir sínar keppnisgreinar 3.066,16 stig, sem er samtala hlutfallsárangurs miðað við heimsmet í aldursflokknum.

Ungmennafélag Akureyrar varð í öðru sæti með 1.550,32 stig og fékk 15 gull og 5 silfur.

HSK/Selfoss varð í þriðja sæti með 1.013,07 stig og fékk 10 gull, 4 silfur og eitt silfur.

81 árs og setti Íslandsmet í hástökki

Helgi Hólm fagnaði árangrinum

Helgi Hólm, 81 árs keppandi úr Keflavík, hefur stundað þessi mót í langan tíma og gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í hástökki karla, 80-84 ára. Stökk hann 122 cm sem talinn er vera besti árangur sem náðst hefur í heiminum í ár.

Helgi Hólm, Keflavík.

Fagnaði hann að vonum þessum árangri vel.

Alls voru sett 16 aldursflokkamet á mótinu.

  • Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, 50-54 ára: 13,72 í kúluvarpi.
  • Jón Sigurður Ólafsson, FH, 65-69 ára: 30,63 sek. í 200 m hlaupi.
  • Jón Sigurður Ólafsson, FH, 65-69 ára:10,28 m í kúluvarpi.
  • Karl Lúðvíksson, UMSS, 70-74 ára: 13,17 sek. í 60 m grindahlaupi.
  • Þorsteinn Ingimundarson, FH, 75-79 ára: 60,13 sek. í 200 m hlaupi
  • Þorsteinn Ingimundarson, FH, 75-79 ára: 2:15,25 mín. í 400 m hlaupi
  • Helgi Hólm, Keflavík, 80-84 ára, 1,22 m í hástökki (2. á heimslistanum)
  • Íris Anna Skúladóttir, FH, 30-34 ára: 2:19,96 í 800 m hlaupi
  • Þuríður Ingvarsdóttir, HSK/Selfoss, 50-54 ára: 10,76 m í kúluvarpi.
  • Anna Sofia Rappich, UFA, 55-59 ára: 32,51 sek. í 200 m hlaupi.
  • Anna Sofia Rappich, UFA, 55-59 ára: 1,15 m í hástökki.
  • Guðrún Harðardóttir, ÍR, 55-59 ára: 79,83 sek. í 400 m hlaupi.
  • Guðrún Harðardóttir, ÍR, 55-59 ára: 6,53 m í þrístökki.
  • Unnur Þorláksdóttir, FH, 60-64 ára: 41,87 sek. í 200 m hlaupi.
  • Árný Heiðarsdóttir, Óðni, 65-69 ára: 9,74 sek. í 60 m hlaupi.
  • Árný Heiðarsdóttir, Óðni, 65-69 ára: 8,32 m í kúluvarpi.
Hann var eini keppandinn á mótinu sem notaðist við gömlu grúfuaðferðina.

Árný og Bergur náðu besta árangri mótsins

Við útreikning bestu afreka mótsins var notast við nýjan töflureikni World Masters Athletics (WMA).

Anna Sofia Rappich (57 ára), UFA, vann besta afrek kvenna þegar hún hljóp 60 m á 9,00 sek. og fékk 87,19 WMA%.

Bergur Hallgrímsson (38 ára), Breiðabliki, náði bestum árangri karla þegar hann hljóp 60 m á 7,55 sek. og fékk 85,07 WMA%.

(Uppfært 4.4.2022)

Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Myndir frá mótinu

Smelltu á myndina til að skoða allar myndirnar.

MÍ 30+ frjálsíþróttir 2022

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2